Kennsla og handleiðsla
Lausnamiðuð nálgun

Lausnamiðuð nálgun - að koma auga á það sem er að virka !

Þegar við erum í vanda eða erum ekki að ná árangri, þá spyrjum við okkur sjálf gjarnan “af hverju”- spurninga. Við viljum finna ástæðuna fyrir vandanum. Þetta getur verið mjög tímafrekt, krefjandi og erfitt og ekki alltaf til árangurs. Orsök þess að okkur líður ekki vel eða okkur er ekki að takast, á sér ekki alltaf eina einfalda skýringu.
Þegar við viljum breyta einhverju í lífi okkar, hvort sem það er persónulega eða í sambandi við vinnu, þá vitum við líka hvernig við viljum ekki hafa hlutina. Ef við hins vegar gefum okkur tíma til að hugsa hvernig við viljum hafa hlutina, þá erum við að hugsa fram á við og komum auga þau markmið sem eru eftirsóknarverð.
Fólk í vanda leitar gjarnan fyrst eftir ráðum hjá fjölskyldu og vinum, en margir leita sér aðstoðar hjá sérfræðingum. Það getur verið stórt skref að taka en getur gert gæfumuninn og því fyrr því betra.
Þegar fólk er líkamlega veikt eða slasað eru flestir sammála því að nauðsynlegt sé að leita til sérfræðings. Í þeim tilvikum þegar um sjáanleg meiðsl eða ákveðna líkamlega sjúkdóma er að ræða þá eru orsakirnar greindar og vísindalegar niðurstöður eru fyrir því hvaða lausn er æskilegust. Þetta liggur ekki eins ljóst fyrir þegar fólki líður illa eða er ósátt.

Posted on Dec 11, 2007 - 06:30 PM by Hannes Námskeið í lausnamiðaðri nálgun í lífi og starfi

LAUSN, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf, býður upp á námskeið í lausnamiðaðri nálgun. Lausnamiðuð nálgun er áhrifamikil gagnleg og margreynd aðferð til jákvæðra breytinga hjá einstaklingum, fjölskyldum, hópum, stofnunum og fyrirtækjum. Með þessari nálgun er lögð áhersla á að fólk einblíni ekki á vandamálin og orsök þeirra við úrlausn mála heldur sjái það sem er að virka og geri meira af því. Sjónarhornið er lausnin (ekki vandamálið), framtíðin (ekki fortíðin) og hvað gengur vel (ekki illa) og það leiðir til jákvæðs og raunsæs árangurs. Með sjónarhornið á lausnir hafnar þessi hugmyndafræði hefðbundnum hugmyndum sem álíta að besta leiðin til árangurs sé að finna orsök vanda, með því að skilgreina hann, tala um hann og álykta út frá honum.

Markmið og tilgangur námskeiðsins er að sýna fram á árangursríka aðferð til að ná meiri árangri í lífi og starfi.
Á námskeiðinu eru kynntar ýmsar leiðir að þessu marki og ýmis tækni kennd sem hefur verið notuð og rannsökuð af fagfólki í ýmsum stéttum með miklum árangri.
Námskeiðið er 10 tímar og skipulagt eftir nánara samkomulagi.
Námskeiðið er hægt að panta fyrir hópa, til dæmis starfsmannahópa.
Nánari upplýsingar í síma 6985881 eða á netfangið

Posted on Nov 29, 2007 - 10:58 AM by Hannes Kennsla

Námskeið í lausnamiðaðri fjölskyldumeðferð

Lausnamiðuð fjölskyldumeðferð hefur þróast á sl. 30 árum, og eru helstu frumkvöðlar hennar hjónin Insoo Kim Berg og Steve de Shazer, en þau eru því miður bæði nýlega fallin frá. Þau hafa skilið eftir sig fjölmargar bækur og greinar um þessi fræði og hafa haft gífurleg áhrif á þróun fjölskyldumeðferðar um allan heim.
Námskeiðið byggir á þessum fræðum og er ætlað fagfólki í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur. Helstu áherslur eru þær að leitað er eftir styrkleikum og jákvæðum breytingum í lífi fólks. Litið er svo á að ábyrgðin liggi hjá einstaklingnum sjálfum enda sé hann sérfæðingar í eigin lífi og honum hjálpað við að setja sér raunhæf markmið og ná þeim. Lögð er áhersla á fjölskylduna og styrkleika hennar til jákvæðra breytinga.
Í þessari nálgun er unnið með undantekninguna frá vandanum sem er lykillinn að lausninni!

Markmið námskeiðsins er að gefa þáttakendum kost á að kynnast nýjum áherslum í meðferðarvinnu.
Að gefa þáttakendum kost á að æfa sig í að beita aðferðinni.
Að kenna þáttakendum ákveðna tækni til að nota í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur.

Kennari er Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Nánari upplýsingar fást í síma 6985881 eða á

Posted on Nov 29, 2007 - 10:37 AM by Hannes