Fyrirlestrar og greinar
Óöld í borginni-of seint að kenna ábyrgðartilfinningu?Óöld í borginni - of seint að kenna ábyrgðartilfinningu?
Undanfarið hefur verið mikil umræða í fjölmiðlum um það af hverju fólkið sem er í miðbænum um helgar hegði sér eins og það gerir. Talað er um fólk sem ræðst hvert á annað og meiðir, fólk sem væflast um undir áhrifum og ógnar öðrum vegfarendum og gengur um án nokkurrar virðingar, fólk gengur jafn vel örna sinna í húsasundum og í görðum.
Komið hafa fram ýmsar skýringar á þessari hegðun og ýmsar hugmyndir eru uppi til úrbóta. Svona skemmtanalíf er ekki það sem við borgarbúar erum stolt af, við viljum geta gengið óáreitt um göturnar og notið þess sem borgin hefur upp á að bjóða án þess að eiga á hættu að á okkur verði ráðist eða þurfa að klofa yfir sóðaskapinn í stígvélum.
Örfyrirlestur á Menningarnótt þann 18.ágúst 2007 í Endurmenntun Háskóla Íslands
Góðan daginn gott fólk og til hamingju með daginn!
Ég er þakklát fyrir að fá að vera hér með ykkur og þessum frábæru karlmönnum sem halda fyrirlestur hér í dag. Ég get reyndar ekki stært mig af því að hafa skrifað bók, enn þá, en hef reyndar þýtt eina sem kom út í ágúst í fyrra og heitir Börn eru klár!
Ég ætla að nota tímann núna til að tala um samskipti og það hvernig við sjálf getum gert þau árangursrík og ánægjuleg.