LAUSN, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf, býður upp á námskeið í lausnamiðaðri nálgun. Lausnamiðuð nálgun er áhrifamikil gagnleg og margreynd aðferð til jákvæðra breytinga hjá einstaklingum, fjölskyldum, hópum, stofnunum og fyrirtækjum. Með þessari nálgun er lögð áhersla á að fólk einblíni ekki á vandamálin og orsök þeirra við úrlausn mála heldur sjái það sem er að virka og geri meira af því. Sjónarhornið er lausnin (ekki vandamálið), framtíðin (ekki fortíðin) og hvað gengur vel (ekki illa) og það leiðir til jákvæðs og raunsæs árangurs. Með sjónarhornið á lausnir hafnar þessi hugmyndafræði hefðbundnum hugmyndum sem álíta að besta leiðin til árangurs sé að finna orsök vanda, með því að skilgreina hann, tala um hann og álykta út frá honum.
Markmið og tilgangur námskeiðsins er að sýna fram á árangursríka aðferð til að ná meiri árangri í lífi og starfi.
Á námskeiðinu eru kynntar ýmsar leiðir að þessu marki og ýmis tækni kennd sem hefur verið notuð og rannsökuð af fagfólki í ýmsum stéttum með miklum árangri.
Námskeiðið er 10 tímar og skipulagt eftir nánara samkomulagi.
Námskeiðið er hægt að panta fyrir hópa, til dæmis starfsmannahópa.
Nánari upplýsingar í síma 6985881 eða á netfangið