Námskeið
Námskeið í “Ég get” -aðferðinniLAUSN, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf býður upp á námskeið fyrir leik- og grunnskólakennara yngri barna. Námskeiðið er 10 klukkustundir og er hægt að tímasetja það eftir þörfum.
Börn eru klár!
Námskeið í Ég get- aðferðinni, sem byggir á bókinni, Börn eru klár, eftir finnska rithöfundinn og geðlækninn, Ben Furman í þýðingu Helgu Þórðardóttur.
Ég get- hugmyndafræðin byggir á lausnamiðaðri nálgun og er í bókinni sett upp á skýran og markvissan hátt sem 15 skrefa ferli sem búið er að þróa og reyna á árangursríkan hátt. Grunnhugsunin er, að þegar börn eiga í erfiðleikum með ákveðna hluti eða hegðun, þurfi ekki endilega að skilgreina það sem vandamál, heldur er litið svo á að börn eigi einungis eftir að tileinka sér ákveðna færni til að ráða betur við aðstæðurnar og sumir þurfi meiri tíma en aðrir til þess.
Aðferðin hjálpar barninu að leysa erfiðleika sína á mjög jákvæðan og uppbyggilegan hátt þar sem styrkleikar þess og jákvæðir eiginleikar eru dregnir fram, auk þess sem áhersla er lögð á að æfa það í almennri samskiptafærni.
Það er gaman að að hjálpa börnum að læra nýa færni og sjá gleðina skýna úr augum barna þegar þeim er að takast vel upp.
Hrós er öflugt stjórntæki og miklu öflugra en skammir og refsingar, þetta hafa vísindamenn komist að, en samt föllum við, sem erum að ala upp og annast börn, stundum í þá gryfju að skamma og vera með aðfinnslur þrátt fyrir þessa vitneskju.
Markmið námskeiðsins:
Að kynna árangursríka leið til að hjálpa börnum
Að gefa þátttakendum möguleika á að tileinka sér aðferðina sem hér er kynnt
Að veita þátttakendum innsýn í lausnamiðaða hugsun
Kennari: Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Helga hefur starfað sem kennari á öllum stigum skólakerfissins og sem félagsráðgjafi og stjórnandi í 20 ár. Hún rekur LAUSN, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf.
Allar frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 6985881 eða á netfanginu