Kennsla

Námskeið í lausnamiðaðri fjölskyldumeðferð

Lausnamiðuð fjölskyldumeðferð hefur þróast á sl. 30 árum, og eru helstu frumkvöðlar hennar hjónin Insoo Kim Berg og Steve de Shazer, en þau eru því miður bæði nýlega fallin frá. Þau hafa skilið eftir sig fjölmargar bækur og greinar um þessi fræði og hafa haft gífurleg áhrif á þróun fjölskyldumeðferðar um allan heim.
Námskeiðið byggir á þessum fræðum og er ætlað fagfólki í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur. Helstu áherslur eru þær að leitað er eftir styrkleikum og jákvæðum breytingum í lífi fólks. Litið er svo á að ábyrgðin liggi hjá einstaklingnum sjálfum enda sé hann sérfæðingar í eigin lífi og honum hjálpað við að setja sér raunhæf markmið og ná þeim. Lögð er áhersla á fjölskylduna og styrkleika hennar til jákvæðra breytinga.
Í þessari nálgun er unnið með undantekninguna frá vandanum sem er lykillinn að lausninni!

Markmið námskeiðsins er að gefa þáttakendum kost á að kynnast nýjum áherslum í meðferðarvinnu.
Að gefa þáttakendum kost á að æfa sig í að beita aðferðinni.
Að kenna þáttakendum ákveðna tækni til að nota í vinnu með einstaklinga og fjölskyldur.

Kennari er Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.
Nánari upplýsingar fást í síma 6985881 eða á

Posted on Nov 29, 2007 - 10:37 AM by Hannes