LAUSN, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf, Sæviðarsundi 74, 104 Reykjavík. Sími 6985881, póstfang:
LAUSN, er fyrirtæki sem býður upp á meðferð, ráðgjöf, handleiðslu og kennslu fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa.
LAUSN sinnir þörfum fullorðinna sem og barna óháð aldri. Fyrirtæki og stofnanir geta óskað eftir þjónustu þessari jafnt sem einstaklingar.
LAUSN er fyrir þá sem vilja á eigin forsendum eða fyrir tilstuðlan annarra ná meiri árangri í lífi og starfi.
Meiginmarkmið:
• Að vinna eftir lausnamiðaðri hugmyndafræði (Solution Focused Brief Therapy)
• Að veita sérhæfða og sveigjanlega þjónustu í meðferð og ráðgjöf fyrir einstaklinga, pör/hjón, fjölskyldur og fagfólk.
• Að veita séhæfða handleiðslu og kennslu meðal annars í tengslum við helstu menntastofnanir landsins
• Að halda námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki, sem miða að því hjálpa fólki að ná meiri árangri í lifi og starfi.
Lausn, fjölskyldumeðferð og ráðgjöf er til húsa í Sæviðarsundi 74
Hugmyndafræðin að baki er lausnamiðuð skammtímameðferð (Solution Focused Brief Therapy).
Verkefni:
• Einstaklings- og fjölskyldumeðferð
• Handleiðsla fagfólks og nema.
• Stundakennsla í HÍ og fyrirlestrahald í ýmsu samhengi.
• Bókin Börn eru klár, var þýdd á ísl. af HÞ og gefin út af JPV í ágúst 2006 en það er handbók fyrir uppalendur og þá sem vinna með börnum.
• Lausn býður upp á námskeið í notkun bókarinnar og selur verkefnabækur sem fylgja.
• Námskeið eru í boði hjá Endurmenntun HÍ
• Séhönnuð námskeið fyrir fagfólk, sofnanir og fyrirtæki
Þjónustan:
Meðferð: Fyrirtækið býður upp á sérhæfða einstaklings- og fjölskyldumeðferð. Fólk getur leitað eftir þjónusunni á eigin forsendum en einnig stofnanir og fyrirtæki.
Kennsla og handleiðsla: Kennsla við helstu menntastofnanir sem byggir á faglegum grunni fjölskyldufræðanna og lausnamiðaðrar nálgunar.
Handleiðsla við fagfólk sem er að vinna í meðferðar- og kennsluaðstæðum.
Námskeið og ráðgjöf:Stofnanir, fyrirtæki og félög geta óskað eftir ýmsum námskeiðum í boði fyrirtækisins. Áhersla er lögð á að gefa fólki tækifæri, með ákveðnum leiðum, að auka árangur í lífi og starfi.
Ýmsir námskeiðspakkar eru í boði fyrir ólíkahópa.
Dæmi um námskeið:
• Betri árangur í lífi og starfi; Lausnamiðuð nálgun. Fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í lífi eða starfi.
• Lausnamiðuð fjölskyldumeðferð; hugmyndafræði og beiting í meðferðrvinnu. Aðallega ætlað við kennslu í háskólum eða fyrir starfandi faghópa.
• Reteaming; Markvisst samstarf á vinnustað. Liðsheildarvinna, ætluðð fyrirtækjum og stofnunum.
• Samskipti til árangurs, jákvæð og lausnamiðuð nálgun í samskiptum
• Aukið sjálfstraust, meiri árangur! Fyrir einsaklinga og hópa.
• Börn eru klár; Ég get-aðferðin. Ætlað fólki í vinnu með börnum, bæði fagfólki og öðrum uppalendum
• Virðing skal höfð í nærveru sálar. Ætlað þeim sem eru að hjálpa öðrum.
Lausn býr yfir víðtækri starfsreynslu og góðri menntun. Langri reynslu af meðferðarvinnu, námskeiðahaldi og kennslu.
Unnið er eftir jákvæðri og markvissri hugmyndafræði, “Slution Focused Brief Therapy”.
20 ára reynsla af fjölskyldumeðferð og þar af 15 ára reynsla af rekstri Fjölskylduþjónustu.
Þekking og reynsla af menntakerfinu, félagskerfinu og heilbrigðiskerfinu.
Góðu orðspori, áhuga, þekkingu og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Stofnandi fyrirtækisins og eigandi er Helga Þórðardóttir,
kt. 150853-5759 til heimilis að Sæviðarsundi 74, 104 Reykjavík.
Helga er menntaður kennari/sérkennari frá KHÍ, félagsráðgjafi frá Svíþjóð og fjölskyldufræðingur frá EHÍ og Brief Family Therapy Center i USA með mastersnám í Félagsvísindum frá Hollandi. Helga lauk námi í Brautargengi í maí 2007. Helga hefur unnið við kennslu, meðferð og stjórnun bæði hjá Ríki og Reykjavíkurborg.
Ástæða þess að fyrirtækið vill bjóða upp á þjónustuna:
1. Hef langa reynslu af því að vinna eftir lausnamiðaðri hugmyndafræði með góðum árangri, með einstaklingum, fjölskyldum og hópum. Lausnamiðuð nálgun leggur áherslu á að hver og einn sé sérfræðingur í eigin lífi, og einstaklingurinn búi sjálfur yfir lausn á vanda sínum og að fagaðilar séu einskonar þjálfarar. Margir sérfræðingar vinna við að segja fólki hvað er þeim fyrir bestu. LAUSN telur að besti árangurinn fáist hins vegar með því að fá fólk til að taka sjálft ákvörðun um eigin markmið og hjálpa þeim svo við að skilgreina leiðirnar. Þetta á við um einstaklinga jafnt sem hópa.
2. Fólk vill geta valið sjalft til hvaða sérfræðings það leitar þegar það þarf á hjálp að halda. Td. vilja ekki allir leita á þjónustumiðstöð og verða til sem mál í málaskrá til frambúðar. Sumir vilja einfaldlega fá aðstoð hjá óháðum aðila þar sem persónuupplýsingar eru ekki skráðar í upplýsingabanka.
3. Mikilvægt er að leggja áhersla á heildarmyndina við vinnslu mála. Það er allt of oft verið að vinna með afmarkaða hluta af myndinni eftir því í hvaða kerfi málið er.
4. Markviss vinna er oft ekki fyrir hendi en LAUSN leggur áherslu á að markmið séu skýr, raunhæf og aðgerðabundin (skref fyrir skref) og að öll lítil jákvæð skref séu gerð sýnileg.
5. Mikill tími fer oft í það að reyna að finna orsök fyrir vanda, en mun árangursríkara er að horfa fram á við og finna út hvað á að koma í stað vandans og setja upp skýr markmið í framhaldi af því.
6. Rannsóknir hafa sýnt fram á að árangursríkasta tækið í öllu uppeldi sé hrós og hvatning. Allt of oft eru það aðfinnslur og refsingar sem taka völdin og eftir situr lélegt sjálfstraust og niðurlag einstaklinga. Hin ýmsu kerfi td. félags-, skóla- og heilbrigðiskerfi eru mjög vandamálamiðuð og mikill tími og orka fer í að kryfja vandamál og koma með skýringar. LAUSN leggur áherslu á að leita uppi og hjálpa til við að draga fram styrkleika fólks.
7. Áhersla er ekki nægjanleg á fyrirbyggjandi starf vegna þess að tími og orka fer öll í að bjarga þegar í óefni er komið. Fyrirbyggjandi starf er td. fjölskyldumeðferð, Hjóna- og skilnaðarráðgjöf, sjálfsstyrking fyrir einstaklinga og uppeldisráðgjöf sem LAUSN sérhæfir sig í.
Hvað er lausnamiðuð fjölskyldumeðferð?
Lausnamiðuð meðferð er áhrifamikil, árangursrík og sannprófuð leið til að ná fram jákvæðum breytingum hjá einstaklingum, fjölskyldum, hópum og fyrirtækjum.
Lausnamiðuð nálgun felur í sér ný sjónarhorn: Lausnin ekki vandamálið, framtíðin, ekki fortíðin, það sem gengur vel, ekki það sem gengur illa.
Á hvaða hátt er lausnamiðuð nálgun frábrugðin?
Með því að hafa augastað á lausninni, leita að henni, finna hana og tala um hana, þá er þeirri hefðbundnu skoðun hafnað að vandamálið leysist með því að kryfja það.
Vilt þú:
bæta samskiptin
verða öruggari
styrkja þig í foreldrahlutverkinu
bæta sambandið við maka þinn
ná samkomulagi varðandi barni/börnin við fyrrverandi maka
láta þér líða betur í vinnunni
vera sáttari við lífið
vinna markvisst í markmiðum þínum
vera betri í almennum samskiptum
standa þig betur í vinnunni
breyta lífsháttum þínum
Ef eitthvað af þessu á við þig áttu erindi á LAUSN!